Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 20:00 David Alaba gæti verið að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi. Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira