Formenn þingflokka funda með Steingrími Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. desember 2020 14:25 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent