Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum.
Communiqué du club
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020
„Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi.
Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið.
Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi.
PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC
— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020
Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins.