Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 18:44 Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. aðsend Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28