Heimsmeistarinn í CrossFit byrjuð að æfa sig á ísnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 13:30 Tia-Clair Toomey er búinn að setja upp hjálminn og ætlar að komast á Ólympíuleikana í sleðabruni. Instagram/@tiaclair1 Á meðan flestir í hópi besta CrossFit fólks heims er fyrir alvöru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þá er sú besta í heimi að troða nýjar slóðir hinum megin á hnettinum. Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1)
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira