Heimsmeistarinn í CrossFit byrjuð að æfa sig á ísnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 13:30 Tia-Clair Toomey er búinn að setja upp hjálminn og ætlar að komast á Ólympíuleikana í sleðabruni. Instagram/@tiaclair1 Á meðan flestir í hópi besta CrossFit fólks heims er fyrir alvöru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þá er sú besta í heimi að troða nýjar slóðir hinum megin á hnettinum. Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1)
CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira