Færri gjaldþrot en óttast var Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:40 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina. „Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“ Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent