Úrvalsdeildarmeistarinn úr leik en Ísmaðurinn afgreiddi Kónginn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 22:25 Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld. Adam Davy/Getty Dirk van Duijvenbode, Gerwyn Price og Dave Chisnall eru komnir í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum. Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira