Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 15:00 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira