Íslendingur í Kína segir kórónuveiruna á undanhaldi þar í landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:02 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Hægviðri og þokusúld framan af degi Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Umdeild brottfararstöð fyrir hælisleitendur og breyting á vörugjaldi bíla Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Sjá meira
Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Hægviðri og þokusúld framan af degi Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Umdeild brottfararstöð fyrir hælisleitendur og breyting á vörugjaldi bíla Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Sjá meira
Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23