Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2020 08:01 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundum innlánum, verða því 1,75%. Þá hefur fjármálastöðugleikanefnd bankans ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Mun nefndin ekki hækka sveiflujöfnunaraukann á næstu tólf mánuðum en þessari aðgerð er ætlað að auðvelda bankakerfinu að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu með því að skapa svigrúm til nýrra útlána Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands. Þetta er í annað sinn á sjö dögum sem Seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig þar sem þeir voru lækkaðir í 2,25% fyrir viku síðan. Stýrivextir hafa aldrei verið lægri hér á landi. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir eftirfarandi um ákvörðun peningastefnunefndar: Fjármálastöðugleikanefnd og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa fundað í vikunni. Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi og annars staðar til að hefta framgang veirunnar hafa neikvæð áhrif á efnahagshorfur og fjármálaleg skilyrði. Nefndirnar hafa skoðað til hvaða mótvægisaðgerða þær geti gripið. Bæði þjóðarbúið og fjármálakerfið hér á landi eru vel í stakk búin til þess að takast á við áföll og eru nefndirnar tilbúnar til þess að beita þeim tækjum sem þær hafa yfir að ráða til þess að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum þessa áfalls. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75%. Sjá hér nánar í yfirlýsingu peningastefnunefndar 18. mars 2020. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Sjá hér nánar í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefnar 18. mars 2020. Sjá nánar hér minnisblað um sveiflujöfnunarauka 18. mars 2020. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að viðbrögð Seðlabankans séu markviss og mikilvæg. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundum innlánum, verða því 1,75%. Þá hefur fjármálastöðugleikanefnd bankans ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Mun nefndin ekki hækka sveiflujöfnunaraukann á næstu tólf mánuðum en þessari aðgerð er ætlað að auðvelda bankakerfinu að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu með því að skapa svigrúm til nýrra útlána Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands. Þetta er í annað sinn á sjö dögum sem Seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig þar sem þeir voru lækkaðir í 2,25% fyrir viku síðan. Stýrivextir hafa aldrei verið lægri hér á landi. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir eftirfarandi um ákvörðun peningastefnunefndar: Fjármálastöðugleikanefnd og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa fundað í vikunni. Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi og annars staðar til að hefta framgang veirunnar hafa neikvæð áhrif á efnahagshorfur og fjármálaleg skilyrði. Nefndirnar hafa skoðað til hvaða mótvægisaðgerða þær geti gripið. Bæði þjóðarbúið og fjármálakerfið hér á landi eru vel í stakk búin til þess að takast á við áföll og eru nefndirnar tilbúnar til þess að beita þeim tækjum sem þær hafa yfir að ráða til þess að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum þessa áfalls. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75%. Sjá hér nánar í yfirlýsingu peningastefnunefndar 18. mars 2020. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Sjá hér nánar í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefnar 18. mars 2020. Sjá nánar hér minnisblað um sveiflujöfnunarauka 18. mars 2020. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að viðbrögð Seðlabankans séu markviss og mikilvæg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira