Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. mars 2020 13:03 Það má vænta þess að ferðabönn Bandaríkjanna og ESB muni hafa mikil áhrif á afkomu Icelandair Group. Vísir/vilhelm Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52