Þróunin þurfi ekki að koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira