Varar eindregið við heimaprófum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 15:09 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stóð vaktina á átjánda upplýsingafundinum á nítján dögum fyrr í dag. Svaraði hann spurningum blaðamanna og fór yfir stöðu mála. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Ég hef heyrt af þessu og það er mjög varasamt að fara út í eitthvað svona. Flest af þessum prófum eru ekki stöðluð og hafa ekki verið rannsökuð almennilega,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi almannavarna ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og landlæknis í dag. Fram kom á fundinum að svo gæti farið að Íslensk erfðagreining þyrfti að hægja aðeins á sér við skimun almennings í ljósi þess að nokkur skortur er á pinnun sem notaðir eru við sýnatöku. Fólk sem átti bókaðan tíma í næstu viku hefur sumt hvert fengið skilaboð í síma um að skimun hafi verið frestað. Þórólfur mælir eindregið gegn því að almenningur taki einhver heimapróf. „Blóðpróf segir einungis til um hvort viðkomandi hafi myndað mótefni eða ekki, það tekur ákveðinn tíma - að minnsta kosti eina til tvær vikur inn í veikindin sjálf - til að mynda mótefni.“ Sóttvarnalæknir var afdráttalaus varðandi prófin. „Ég vara við svona prófum. Þetta gefur mjög falskar niðurstöður. Jafnvel pósitívar niðurstöður og neikvæðar niðurstöður sömuleiðis.“ Fundinn í heild má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Ég hef heyrt af þessu og það er mjög varasamt að fara út í eitthvað svona. Flest af þessum prófum eru ekki stöðluð og hafa ekki verið rannsökuð almennilega,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi almannavarna ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og landlæknis í dag. Fram kom á fundinum að svo gæti farið að Íslensk erfðagreining þyrfti að hægja aðeins á sér við skimun almennings í ljósi þess að nokkur skortur er á pinnun sem notaðir eru við sýnatöku. Fólk sem átti bókaðan tíma í næstu viku hefur sumt hvert fengið skilaboð í síma um að skimun hafi verið frestað. Þórólfur mælir eindregið gegn því að almenningur taki einhver heimapróf. „Blóðpróf segir einungis til um hvort viðkomandi hafi myndað mótefni eða ekki, það tekur ákveðinn tíma - að minnsta kosti eina til tvær vikur inn í veikindin sjálf - til að mynda mótefni.“ Sóttvarnalæknir var afdráttalaus varðandi prófin. „Ég vara við svona prófum. Þetta gefur mjög falskar niðurstöður. Jafnvel pósitívar niðurstöður og neikvæðar niðurstöður sömuleiðis.“ Fundinn í heild má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira