Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:00 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona, eða maður í sögu Bandaríkjanna. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum. Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum.
Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn