Sport

Gylfi, Dele Alli og Özil komust ekki í úrvalslið leikmanna sem spila fyrir utan topp sex

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvorki Gylfi né Mesut Özil komast í úrvalsliðið.
vísir/getty

Fyrrum knattspyrnumennirnir Joleon Lescott og John Hartson voru gestir The Debate á Sky Sports í gærkvöldi og eitt verkefni þeirra var að velja ellefu leikmenn úr liðunum sem eru ekki í efstu í sex sætunum í ensku úrvalsdeildinni.

Nokkur ansi góð lið eru fyrir utan sex efstu sætin þegar enska úrvalsdeildin er í pásu vegna kórónuveirunnar en þar má nefna Lundúna-grannana í Arsenal og Tottenham.

Það voru þó ekki leikmenn þessara liða sem komust í þetta lið því það var einungis Pierre-Emerick Aubameyang sem komst í liðið en hann leiðir framlínuna ásamt Danny Ings.

Gylfi Þór Sigurðsson var heldur ekki í liðinu en fleiri topp leikmenn komust heldur ekki í liðið því leikmenn eins og enski landsliðsmaðurinn Dele Alli komst ekki á blað hjá þeim félögum.

Þeir máttu mest velja tvo leikmenn úr hverju liði en þeir voru sammála um það að þetta lið, sem má sjá hér að ofan og neðan, gæti barist við allra stærstu lið deildarinnar.

Liðið:

Nick Pope - Burnley

Max Aarons - Norwich

Gary Cahill - Crystal Palace

John Egan - Sheffield United

Danny Rose - Newcastle

Wilfried Zaha - Crystal Palace

Étienne Capoue - Watford

Jack Grealish - Aston Villa

Dwight McNeil - Burnley

Pierre-Emerick Aubameyang - Arsenal

Danny Ings - Southampton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×