Enska úrvalsdeildin fundar í dag en rétta lausnin verður vandfundin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 09:00 Fær einhver að faðma Englandsbikarinn í sumar eins og Sergio Aguero hjá Manchester City hefur gert undanfarin tvö tímabil? Getty/Victoria Haydn Enska úrvalsdeildin hittist á fundi í dag þar sem fulltrúar félaganna tuttugu ræða saman um hvernig eigi að klára tímabilið sem er nú í frosti vegna kórónuveirunnar. Fróðir menn búast ekki við því að endanlega ákvarðanir verðir teknar í dag enda mikil óvissa enn fram undan. Það munu samt sem áður fara fram mikilvægar viðræður á milli félaganna og eflaust mörgum sviðsmyndum velt upp. Það verða líka margir með augun á þessum fundi og flestir meira en klárir að fá einhverjar handbærar fréttir um hvað tekur nú við. The Premier League is expected to reiterate its commitment to completing the season in Thursday's emergency board meeting.More: https://t.co/VxxeQkqDvA pic.twitter.com/lkfzdwQvy4— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2020 Öllum leikjum var frestað til 4. apríl en það er búist við því að við það bætist einhverjar fótboltalausar vikur. Breska ríkisstjórnin hefur sett á samkomubann og liðin geta ekki æft saman. Evrópumótið var fært yfir á næsta sumar sem skapaði svigrúm fyrir evrópsku deildirnar í júnímánuði. Eitt af því erfiðasta í þessu máli er að félögin eru ekki sammála um rétta lausn og þar kemur vissulega inn í að það væri misgott fyrir þau að enda tímabilið og mörgum þætti best bara að flauta tímabilið af. Premier League clubs expected to push for season to still be completed. Story: @david_conn https://t.co/DfSgutUcaN— Guardian sport (@guardian_sport) March 19, 2020 Það er þó ekki líkleg niðurstaða í dag eftir að Knattspyrnusamband Evrópu setti mikla pressu á það að deildirnar í Evrópu myndu enda tímabilið. Það þarf líka að ræða peningalegu hliðina á þessu öllu saman en sjónvarpsstöðvarnar gætu sem þeim sótt sér bætur verði tímabilið flautað af. Það er líka líklegt að þau lið sem myndu missa af möguleikanum á að komast upp og í alla peningana í ensku úrvalsdeildinni gætu líka heimtað bætur. Liðin í neðri deildunum eiga líka mörg bágt á þessum erfiðum tímum og pressa á ríku félögunum í Englandi að hjálpa til við að halda þessum félögum á floti á þessum erfiðu tímum. A number of options will be put to all 20 Premier League clubs during a conference call today — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 19, 2020 Það koma líka inn margir hlutir í tengslum við það að klára tímabil í júní eða júlí í staðinn fyrir að klára það í maí. Margir leikmannasamningar renna út í lok júní og þá opnar nýr félagsskiptagluggi í júníbyrjun. Ef engu er breytt þar þá gæti liðin farið að kaupa sér leikmenn fyrir lokasprettinn eða þá misst leikmenn sem væru orðnir samningslausir. Það er því mjög margt sem þarf að ræða á fundinum í dag en hvort við fáum einhverjar alvöru niðurstöður verður að koma í ljós. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00 Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00 Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hittist á fundi í dag þar sem fulltrúar félaganna tuttugu ræða saman um hvernig eigi að klára tímabilið sem er nú í frosti vegna kórónuveirunnar. Fróðir menn búast ekki við því að endanlega ákvarðanir verðir teknar í dag enda mikil óvissa enn fram undan. Það munu samt sem áður fara fram mikilvægar viðræður á milli félaganna og eflaust mörgum sviðsmyndum velt upp. Það verða líka margir með augun á þessum fundi og flestir meira en klárir að fá einhverjar handbærar fréttir um hvað tekur nú við. The Premier League is expected to reiterate its commitment to completing the season in Thursday's emergency board meeting.More: https://t.co/VxxeQkqDvA pic.twitter.com/lkfzdwQvy4— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2020 Öllum leikjum var frestað til 4. apríl en það er búist við því að við það bætist einhverjar fótboltalausar vikur. Breska ríkisstjórnin hefur sett á samkomubann og liðin geta ekki æft saman. Evrópumótið var fært yfir á næsta sumar sem skapaði svigrúm fyrir evrópsku deildirnar í júnímánuði. Eitt af því erfiðasta í þessu máli er að félögin eru ekki sammála um rétta lausn og þar kemur vissulega inn í að það væri misgott fyrir þau að enda tímabilið og mörgum þætti best bara að flauta tímabilið af. Premier League clubs expected to push for season to still be completed. Story: @david_conn https://t.co/DfSgutUcaN— Guardian sport (@guardian_sport) March 19, 2020 Það er þó ekki líkleg niðurstaða í dag eftir að Knattspyrnusamband Evrópu setti mikla pressu á það að deildirnar í Evrópu myndu enda tímabilið. Það þarf líka að ræða peningalegu hliðina á þessu öllu saman en sjónvarpsstöðvarnar gætu sem þeim sótt sér bætur verði tímabilið flautað af. Það er líka líklegt að þau lið sem myndu missa af möguleikanum á að komast upp og í alla peningana í ensku úrvalsdeildinni gætu líka heimtað bætur. Liðin í neðri deildunum eiga líka mörg bágt á þessum erfiðum tímum og pressa á ríku félögunum í Englandi að hjálpa til við að halda þessum félögum á floti á þessum erfiðu tímum. A number of options will be put to all 20 Premier League clubs during a conference call today — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 19, 2020 Það koma líka inn margir hlutir í tengslum við það að klára tímabil í júní eða júlí í staðinn fyrir að klára það í maí. Margir leikmannasamningar renna út í lok júní og þá opnar nýr félagsskiptagluggi í júníbyrjun. Ef engu er breytt þar þá gæti liðin farið að kaupa sér leikmenn fyrir lokasprettinn eða þá misst leikmenn sem væru orðnir samningslausir. Það er því mjög margt sem þarf að ræða á fundinum í dag en hvort við fáum einhverjar alvöru niðurstöður verður að koma í ljós.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00 Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00 Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00
Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00
Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30