Henry Birgir um Tom Brady: Þetta verður versta ákvörðun ferilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 10:45 Tom Brady skiptir yfir í rauðan búning á næstu leiktíð. vísir/getty Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady NFL Sportið í dag Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady
NFL Sportið í dag Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira