„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:15 Víðir Reynisson segir ekki vera til skoðunar að setja á útgöngubann hér á landi. Vísir/Vilhelm 330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira