„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:15 Víðir Reynisson segir ekki vera til skoðunar að setja á útgöngubann hér á landi. Vísir/Vilhelm 330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira