Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beinar útsendingar í samkomubanninu.
Klukkan 20 verður streymt beint frá leiklestri á leikritinu Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson.
Óskabörn ógæfunnar sýndu Bláskjá á Litla sviðinu Borgarleikhússins leikárið 2013-2014 og naut sýningin mikilla vinsælda. Nú munu leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Björn Stefánsson leiklesa verkið.
Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.