B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2020 23:31 Bandarísk B-2 sprengjuþota yfir Íslandi ásamt þremur norskum F-35 orustuþotum síðastliðinn mánudag. U.S. Air Force/Matthew Plew Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar: NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar:
NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira