Prentútgáfa Playboy líður undir lok Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2020 07:14 Marilyn Monroe var á forsíðu fyrsta tölublaðs Playboy sem kom út árið 1953. Getty Bandaríska karlatímaritið mun hætta að koma út á prenti með vorinu. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi flýtt þeirri umræðu sem hafi þegar átt sér stað innan fyrirtækisins um framtíð prentútgáfunnar. Playboy kom fyrst út á prenti fyrir 66 árum en það var Hugh Hefner sem var forsprakki blaðsins um margra áratuga skeið. Hann lést árið 2017, þá 91 árs að aldri. Útgáfan hefur því staðið í um 66 ár, en ákvörðun hefur nú verið tekin um að tölublaðið sem verður gefið út í vor verði það síðasta í Bandaríkjunum sem kemur út á prenti. Ben Kohn, framkvæmdastjóri Playboy Enterprises, sagði í bréfi sem birtist á miðvikudaginn að fyrirtækið hafi íhugað að hætta útgáfu á prenti um nokkurt skeið en að með útbreiðslu kórónuveirunnar hafi truflun orðið bæði á framleiðslu efnis og eftirspurn. Því hafi ákvörðuninni um að hætta prentútgáfu verið flýtt. Fyrsta tölublað Playboy kom út í desember 1953 þar sem Marilyn Monroe sat fyrir á myndinni sem var á forsíðu. Fjölmiðlar Bandaríkin Tímamót Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska karlatímaritið mun hætta að koma út á prenti með vorinu. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi flýtt þeirri umræðu sem hafi þegar átt sér stað innan fyrirtækisins um framtíð prentútgáfunnar. Playboy kom fyrst út á prenti fyrir 66 árum en það var Hugh Hefner sem var forsprakki blaðsins um margra áratuga skeið. Hann lést árið 2017, þá 91 árs að aldri. Útgáfan hefur því staðið í um 66 ár, en ákvörðun hefur nú verið tekin um að tölublaðið sem verður gefið út í vor verði það síðasta í Bandaríkjunum sem kemur út á prenti. Ben Kohn, framkvæmdastjóri Playboy Enterprises, sagði í bréfi sem birtist á miðvikudaginn að fyrirtækið hafi íhugað að hætta útgáfu á prenti um nokkurt skeið en að með útbreiðslu kórónuveirunnar hafi truflun orðið bæði á framleiðslu efnis og eftirspurn. Því hafi ákvörðuninni um að hætta prentútgáfu verið flýtt. Fyrsta tölublað Playboy kom út í desember 1953 þar sem Marilyn Monroe sat fyrir á myndinni sem var á forsíðu.
Fjölmiðlar Bandaríkin Tímamót Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira