Binda vonir við að íslensk uppfinning geti nýst í rannsóknum tengdum Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 20:57 Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Rob Carr/Getty Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira