ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar Hrannar Björn Arnarsson skrifar 20. mars 2020 10:30 ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar