Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 14:00 Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum