Heimsmeistarinn Hamilton í sjálfskipaðri sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:00 Lewis Hamilton hefur haldið sig frá fólki undanfarna daga. Dan Istitene/Getty Images Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020 Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30
Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15