Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 12:39 Páll Matthíasson Vísir/Egill Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira