Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 21:00 Landspítalinn Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09