Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30
Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28
Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40