Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:44 Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Paul Gilham Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira