Tími fyrir samvinnu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 16:58 Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar