Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:09 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira