Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:48 Kanínuhræ eru á víð og dreif í Elliðaárdal. vísir/vilhelm Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“ Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“
Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16