Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Þórir Guðmundsson skrifar 24. mars 2020 18:50 Indverjar fylgdust agndofa með ræðu forsætisráðherrans í dag, en næstu þrjár vikur eiga þeir allir að halda sig inni á heimilinu. AP/Manish Swarup Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira