Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Þórir Guðmundsson skrifar 24. mars 2020 18:50 Indverjar fylgdust agndofa með ræðu forsætisráðherrans í dag, en næstu þrjár vikur eiga þeir allir að halda sig inni á heimilinu. AP/Manish Swarup Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent