Innlent

TF-GRO flutti Co­vid-19 sjúk­ling frá Ísa­firði

Sylvía Hall skrifar
Frá Ísafirði í gær.
Frá Ísafirði í gær. Landhelgisgæslan

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti sjúkling með Covid-19 frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi en um er að ræða fyrsta sjúkraflug Landhelgisgæslunnar af þessum toga. Upphaflega átti sjúkraflugvél að annast flutninginn en vegna þoku var ekki hægt að lenda á flugvellinum á Ísafirði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út en mikill undirbúningur átti sér stað fyrir flugið. Sérstakt flutningshylki var með í för og var farið ítarlega yfir alla verkferla fyrir flutninginn.

Tómas Vilhjálmsson flugvirki, Viðar Magnússon læknir og Guðmundur Ragnar Magnússon stýrimaður.Landhelgisgæslan

Þyrlulæknir og stýrimaður fóru með hylkið á sjúkrahúsið á Vestfjörðum eftir lendingu og þurftu að klæðast hlífðarbúnaði. Sjúklingurinn var svo undirbúinn fyrir þyrluflugið og færður yfir í flutningshylkið.

Hylkið er mikilvægt fyrir sjúkraflutninga af þessu tagi, enda er engin smithætta ef rétt er staðið að undirbúningi. Sjúklingurinn var svo fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem þyrlan lenti á þyrlupalli spítalans á ellefta tímanum í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×