Læknar vilja loka norðausturhorninu í vörn gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 08:44 Frá Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi. Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi.
Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28
„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00