Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:35 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Vísir/Sigurjón Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“ Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“
Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50
Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48