Ert þú reiðubúinn að deyja fyrir hagvöxtinn? Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. mars 2020 08:30 Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun