„Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 12:41 Kaupmenn reyna hvað þeir geta til að þjónusta viðskiptavini sína. Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira