Bjartsýnn á pinnana frá Össuri en afþakkar bresku heimaprófin Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2020 11:48 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/Einar Árnason Nýjustu niðurstöður úr prófunum á Össurar-pinnunum svokölluðu gefa veirufræðideild Landspítalans vonir um að hægt sé að nota þá við sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Bretum standa til boða milljónir heimaprófa fyrir kórónuveirunni en heilbrigðisyfirvöld hér á landi afþökkuðu slík próf. Um 4.000 sýnatökupinnar voru til hér á landi í gær. Reiknað er með að sá fjöldi dugi fram í næstu viku miðað við þau skilyrði sem gerð eru í dag fyrir því að fá að fara í sýnatöku. Er þá miðast við 500 sýni á dag. Ekki er vitað hvenær næsta sending kemur erlendis frá. Þá fannst í gær óvænt lager af sex þúsund pinnum sem hægt er að nota. Ekkert er því til fyrirstöðu að nota þá. Stoðtækjaframleiðandinn Össur greindi frá því að fyrirtækið ætti um 20 þúsund pinna á lager sem voru ætlaðir til annarra nota. Gætu verið lausnin Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans hefur framkvæmt samanburðarpróf á Össurar-pinnunum við hefðbundnu sýnatökupinnana. „Þessar prófanir sem við erum búnir að gera og fá niðurstöðu úr, þær benda til að þetta geti verið ein lausnin. Það ber alveg saman prófunum báðum, en við viljum gera fleiri áður en við ákveðum það endanlega að það sé í lagi,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í samtali við Vísi. Búist er við niðurstöðu síðar í dag. Þá segir Karl Gústaf í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að óvæntur lager með um sex þúsund pinnum sem hægt er að nota hafi fundist. Þeir eru ekki af sömu tegund og þeir sem notaðir hafa verið hingað til en þó nothæfir. Samanlagður fjöldi pinna í landinu sem hægt er að nota þessa stundina er því um níu þúsund. Mikið ósamræmi í fyrsta prófinu Próf voru framkvæmd á Össurar-pinnunum á þriðjudag. Karl var hins vegar ekki sáttur við niðurstöðuna úr þeim prófum. Mikið ósamræmi var í niðurstöðunni og því voru pinnarnir prófaðir aftur í gær og í dag með annarri aðferð. „Munurinn er sá að það sem við gerðum í gær og í dag, við erum að taka tvo pinna frá hverjum sjúklingi á sama tíma. Og þá er miklu meira að marka samanburðinn, en í fyrra skiptið var búið að greina viðkomandi einstaklinga og við vorum að taka sýni bara með öðrum dálítið síðar, þá er var möguleiki á ósamræmi sem var líka,“ segir Karl. Ef hægt verður að nota Össurar-pinnana verður hægt að fara í mun víðtækara sýnatökur en nú er. „Það myndi þýða allavega að það er hægt að gera prófanir á ákveðnum stöðum eins og Íslenskri erfðagreiningu væntanlega þar sem sýnin væru tekin og það væri hægt að koma með þau strax í prófun. En þetta myndi ekki hjálpa þar sem þarf að senda sýnin með pósti eða í flutningi eða eitthvað svoleiðis.“ Útilokar nánast framleiðslu hér á landi Hann segir að nánast sé búið að útiloka framleiðslu á slíkum pinna hér á landi. Ferlið er flókið og skortir aðföng. „Það er flókið og til að framleiða þessa alvöru pinna. Ef það væri eitthvað einfalt þá væri ekki þessi skortur á þeim í heiminum, það er nánast ómögulegt að fá svona pinna í dag. Í umræðunni virðast allir líta á þetta sem einhverja pinna. Þetta eru ekki bara pinnar heldur pinnar sem þurfa að vera í viðeigandi flutningssæti og viðeigandi flutningsílátum sem leka ekki,“ segir Karl og bætir við: „Það er ekki hægt að nota eyrnapinna eða venjulega pinna. Lífræn efni geta hamlað greiningarhvarfinu, gert niðurstöðuna ómarktæka, þannig að við þurfum að huga líka vel að því hvaða efni eru í pinnunum og það er ekki gott að nota bara venjulegan bómull.“ Afþökkuðu heimaprófin sem Bretar ætla að nota Milljónir heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem sitja nú heima í einangrun eða sóttkví. Ríkisstjórn Bretlands keypti þrjár og hálfa milljón slíkra prófa. Heimaprófinu fylgir tæki sem er sagt líkjast óléttuprófi og lítil nál sem er stungið í fingur. Tækið greinir síðan blóðið og leitar að mótefni sem líkaminn hefur myndað við veirunni, en ekki veirunni sjálfri. Karl segir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum hafa staðið slíkt próf til boða en ákveðið var að afþakka það. „Okkur hefur verið boðið slík próf til kaups og við höfum ákveðið að gera það ekki vegna þess að þetta eru próf sem byggja greiningum á mótefnum gegn veirunni. Mótefnin myndast ekki strax í byrjun heldur tekur tíma fyrir þau að myndast. Þannig að þessi próf eru með frekar lítið næmi fyrir sýkingunni þegar hún er á byrjunarstigum. Okkar nálgun hér á landi hefur verið að greina sjúklinga snemma og setja í einangrun og þá sem hafa umgengist í sóttkví. Þá hentar þessi leið ekki hér. Maður getur alveg skilið það að í löndum þar sem menn hafa ekki kost á því að gera það sem við erum að gera, þá sé þessi leið notuð,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Amazon hefur samþykkt að dreifa prófinu, auk þess sem hægt verður að nálgast það í apótekum víða um Bretland. 25. mars 2020 17:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nýjustu niðurstöður úr prófunum á Össurar-pinnunum svokölluðu gefa veirufræðideild Landspítalans vonir um að hægt sé að nota þá við sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Bretum standa til boða milljónir heimaprófa fyrir kórónuveirunni en heilbrigðisyfirvöld hér á landi afþökkuðu slík próf. Um 4.000 sýnatökupinnar voru til hér á landi í gær. Reiknað er með að sá fjöldi dugi fram í næstu viku miðað við þau skilyrði sem gerð eru í dag fyrir því að fá að fara í sýnatöku. Er þá miðast við 500 sýni á dag. Ekki er vitað hvenær næsta sending kemur erlendis frá. Þá fannst í gær óvænt lager af sex þúsund pinnum sem hægt er að nota. Ekkert er því til fyrirstöðu að nota þá. Stoðtækjaframleiðandinn Össur greindi frá því að fyrirtækið ætti um 20 þúsund pinna á lager sem voru ætlaðir til annarra nota. Gætu verið lausnin Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans hefur framkvæmt samanburðarpróf á Össurar-pinnunum við hefðbundnu sýnatökupinnana. „Þessar prófanir sem við erum búnir að gera og fá niðurstöðu úr, þær benda til að þetta geti verið ein lausnin. Það ber alveg saman prófunum báðum, en við viljum gera fleiri áður en við ákveðum það endanlega að það sé í lagi,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í samtali við Vísi. Búist er við niðurstöðu síðar í dag. Þá segir Karl Gústaf í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að óvæntur lager með um sex þúsund pinnum sem hægt er að nota hafi fundist. Þeir eru ekki af sömu tegund og þeir sem notaðir hafa verið hingað til en þó nothæfir. Samanlagður fjöldi pinna í landinu sem hægt er að nota þessa stundina er því um níu þúsund. Mikið ósamræmi í fyrsta prófinu Próf voru framkvæmd á Össurar-pinnunum á þriðjudag. Karl var hins vegar ekki sáttur við niðurstöðuna úr þeim prófum. Mikið ósamræmi var í niðurstöðunni og því voru pinnarnir prófaðir aftur í gær og í dag með annarri aðferð. „Munurinn er sá að það sem við gerðum í gær og í dag, við erum að taka tvo pinna frá hverjum sjúklingi á sama tíma. Og þá er miklu meira að marka samanburðinn, en í fyrra skiptið var búið að greina viðkomandi einstaklinga og við vorum að taka sýni bara með öðrum dálítið síðar, þá er var möguleiki á ósamræmi sem var líka,“ segir Karl. Ef hægt verður að nota Össurar-pinnana verður hægt að fara í mun víðtækara sýnatökur en nú er. „Það myndi þýða allavega að það er hægt að gera prófanir á ákveðnum stöðum eins og Íslenskri erfðagreiningu væntanlega þar sem sýnin væru tekin og það væri hægt að koma með þau strax í prófun. En þetta myndi ekki hjálpa þar sem þarf að senda sýnin með pósti eða í flutningi eða eitthvað svoleiðis.“ Útilokar nánast framleiðslu hér á landi Hann segir að nánast sé búið að útiloka framleiðslu á slíkum pinna hér á landi. Ferlið er flókið og skortir aðföng. „Það er flókið og til að framleiða þessa alvöru pinna. Ef það væri eitthvað einfalt þá væri ekki þessi skortur á þeim í heiminum, það er nánast ómögulegt að fá svona pinna í dag. Í umræðunni virðast allir líta á þetta sem einhverja pinna. Þetta eru ekki bara pinnar heldur pinnar sem þurfa að vera í viðeigandi flutningssæti og viðeigandi flutningsílátum sem leka ekki,“ segir Karl og bætir við: „Það er ekki hægt að nota eyrnapinna eða venjulega pinna. Lífræn efni geta hamlað greiningarhvarfinu, gert niðurstöðuna ómarktæka, þannig að við þurfum að huga líka vel að því hvaða efni eru í pinnunum og það er ekki gott að nota bara venjulegan bómull.“ Afþökkuðu heimaprófin sem Bretar ætla að nota Milljónir heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem sitja nú heima í einangrun eða sóttkví. Ríkisstjórn Bretlands keypti þrjár og hálfa milljón slíkra prófa. Heimaprófinu fylgir tæki sem er sagt líkjast óléttuprófi og lítil nál sem er stungið í fingur. Tækið greinir síðan blóðið og leitar að mótefni sem líkaminn hefur myndað við veirunni, en ekki veirunni sjálfri. Karl segir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum hafa staðið slíkt próf til boða en ákveðið var að afþakka það. „Okkur hefur verið boðið slík próf til kaups og við höfum ákveðið að gera það ekki vegna þess að þetta eru próf sem byggja greiningum á mótefnum gegn veirunni. Mótefnin myndast ekki strax í byrjun heldur tekur tíma fyrir þau að myndast. Þannig að þessi próf eru með frekar lítið næmi fyrir sýkingunni þegar hún er á byrjunarstigum. Okkar nálgun hér á landi hefur verið að greina sjúklinga snemma og setja í einangrun og þá sem hafa umgengist í sóttkví. Þá hentar þessi leið ekki hér. Maður getur alveg skilið það að í löndum þar sem menn hafa ekki kost á því að gera það sem við erum að gera, þá sé þessi leið notuð,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Amazon hefur samþykkt að dreifa prófinu, auk þess sem hægt verður að nálgast það í apótekum víða um Bretland. 25. mars 2020 17:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Amazon hefur samþykkt að dreifa prófinu, auk þess sem hægt verður að nálgast það í apótekum víða um Bretland. 25. mars 2020 17:38