Ekki lengur hægt að hætta í áskrift á netinu hjá Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2020 16:26 Á forsíðu vefs Reebok Fitness er talað um að ekki sé nein binding, en sú er ekki upplifun skjólstæðings Neytendasamtakanna sem vildi segja upp áskrift sinni. Það er ekki lengur hægt á netinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira