Fótbolti

Úrslitaleikur enska bikarsins gæti farið fram í október

Anton Ingi Leifsson skrifar
City vann enska bikarinn á síðustu leiktíð eftir sigur á Watford.
City vann enska bikarinn á síðustu leiktíð eftir sigur á Watford. vísir/getty

Úrslitaleikur enska bikarsins gæti farið fram í október en þetta kemur fram eftir fund enska knattspyrnusambandsins í gær. Þar voru allar utandeildirnar blásnar af og úrslitin látin standa eins og þau eru núna.

Enska knattspyrnusambandið sagðist eftir fundinn vera skoða alla möguleika hvað varðar enska bikarinn og deildirnar en eins og áður segir gæti úrslitaleikur bikarsins farið fram í október.

Komið er fram í átta liða úrslitin núna en þar mætast Sheffield United og Arsenal, Newcastle og Man. City, Norwich og Man. United og Leicester og Chelsea. Daily Mirror greinir frá þessum tíðindum.

Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins segir að félögin sem eru komin í átta liða úrslitin séu nálægt því að komast á Wembley í úrslitaleikinn og sambandið muni gera allt til þess að halda þeim draumi á lífi.

Ásamt því að hafa blásið af allar neðri deildirnar verða ekki leiknir fleiri leikir í yngri flokkunum á Englandi á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×