Fótboltamaður vaknaði eftir að hafa verið í dái í meira en tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:00 Abdelhak Nouri liggur hér í grasinu eftir að hafa hnigið niður í æfingarleik Ajax og Werder Bremen í júlí 2017. Getty/VI Images Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira