Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:30 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands þykir hafa staðið sig vel í viðbrögðum sínum við kórónuvírusfaraldrinum. Í skoðanakönnun sem var birt í gær sögðust níu af hverjum tíu vera ánægðir með störf hennar. Mikko Stig/Lehtikuva /AP Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira