Sex á gjörgæslu og í öndunarvél Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. mars 2020 12:04 Þrír voru í öndunarvél á Landspítalanum í gær. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira