Þrjátíu ár frá sögulegri sjöu Framkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 17:00 Framkonur fagnar Íslandsmeistaratitlinum á þessari mynd á síðum DV 28. mars 1990. Skjámynd/DV Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012) Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson
Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira