Blandaðar aðgerðir í þágu atvinnulífs og heimila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2020 19:39 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Egill Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira