Fá alltof margar tilkynningar um fólk í sóttkví sem fer út í búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:02 Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira