Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 11:26 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Getty/Sean Gallup Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. „Þegar ég sé hvernig nær allir hafa breytt háttum sínum, hvernig allir komast hjá óþarfa snertingum vegna þess að það kann að auka líkurnar á smiti. Þá vil ég einfaldlega þakka ykkur frá dýpstu hjartarótum,“ sagði Merkel. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi eru nú 48.582 talsins samkvæmt tölum Robert Koch stofnunarinnar í smitsjúkdómum en Reuters styðst við þær tölur. Þar kemur einnig fram að 325 Þjóðverjar hafi látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur sett af stað eru á þá leið að skólum, verslunum, veitingastöðum og íþróttamannvirkjum hefur verið lokað. Starfsmannastjóri Kanslarans, Helge Braun, segir að ekki verði slakað á aðgerðunum fyrr en 20. apríl næstkomandi, í fyrsta lagi. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem segja þýska hagkerfið lamast vegna aðgerðanna. Í hlaðvarpi sínu sagði Kanslarinn að Þjóðverjar þyrftu að sýna þolinmæði, tölur um ný smit gefi enga ástæðu til að slaka á. „Tala nýrra smita tvöfaldast á fimm og hálfum degi, tvöföldunin verður að vera að minnsta kosti á tíu daga fresti til þess að sliga ekki heilbrigðiskerfið,“ sagði Merkel. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. „Þegar ég sé hvernig nær allir hafa breytt háttum sínum, hvernig allir komast hjá óþarfa snertingum vegna þess að það kann að auka líkurnar á smiti. Þá vil ég einfaldlega þakka ykkur frá dýpstu hjartarótum,“ sagði Merkel. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi eru nú 48.582 talsins samkvæmt tölum Robert Koch stofnunarinnar í smitsjúkdómum en Reuters styðst við þær tölur. Þar kemur einnig fram að 325 Þjóðverjar hafi látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur sett af stað eru á þá leið að skólum, verslunum, veitingastöðum og íþróttamannvirkjum hefur verið lokað. Starfsmannastjóri Kanslarans, Helge Braun, segir að ekki verði slakað á aðgerðunum fyrr en 20. apríl næstkomandi, í fyrsta lagi. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem segja þýska hagkerfið lamast vegna aðgerðanna. Í hlaðvarpi sínu sagði Kanslarinn að Þjóðverjar þyrftu að sýna þolinmæði, tölur um ný smit gefi enga ástæðu til að slaka á. „Tala nýrra smita tvöfaldast á fimm og hálfum degi, tvöföldunin verður að vera að minnsta kosti á tíu daga fresti til þess að sliga ekki heilbrigðiskerfið,“ sagði Merkel.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira