Í dag klukkan 14 fá þeir sem hafa gaman af spilum eitthvað fyrir sinn snúð því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman hlutverkaspilið Dungeons and Dragons, eða Drekar og dýflissur, í beinni útsendingu.
Það má búast við miklum tilþrifum þegar leikararnir setja sig í hlutverk ævintýrapersónanna í D&D. Spilið hefst klukkan 14 og verður hægt að horfa á það hér fyrir neðan.
Þetta er önnur beina útsendingin úr Borgarleikhúsinu í dag því í hádeginu fór Halldór Gylfason í sögugírinn og las Stígvélaða köttinn.
Á morgun er síðan komið að stórsýningunni Ríkharður III en hún verður sýnd klukkan 20 um kvöldið, bæði hér á Vísi og á Stöð 3.