Trump hættur við að setja New York í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 07:30 Trump er hættur við. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45